Eldri fréttir  

Sjómannadagurinn 2003

Ræða Bjarna Aðalgeirssonar útgerðarmanns í Húsavíkurkirkju.

6/9 2002

Í morgun kl 10:00 lagðist Björg Jónsdóttir að bryggju á Húsavík eftir slipp og endurbætur í Póllandi, skipið var allt málað að utan og að hluta að innan.. Skipt var um aðalskrúfu og hún stækkuð úr 240 cm í 260 cm  settur var nýr  skrúfuhringur og skipti teinn, þessi búnaður var keyptur af Alfa í Danmörku.

Einnig var sett á skipið nýtt stýri (flapsastýri) sem er 280 cm á hæð, það var keypt af Rolls Roys fyrir 2 ½ ári síðan. Einnig var stýrisvél yfirfarin og endurnýjuð að hluta.

Í Póllandi var lokið við 25 ára skoðun DNV, skipta þurfti um járn 13x 3.3 m á togþilfari og 1.3 fm á vinsludekki, mældir voru 1080 punktar í skipinu og kom það vel út að frátöldum því sem áður hefur verið nefnt.

Nokkur viðhalds og aukaverk voru gerð á skipinu, þar er helst að nefna að nótakassi var stækkaður, geilaspil var fært, einnig voru framkvæmd nokkur smá verk í járnavinnu og viðhaldi sem er mjög hagstætt að láta vinna í Póllandi.

Verkið tafðist um 5 daga sem þykir mjög lítið þegar miðað er við tafir sem orðið hafa á skipum í Póllandi á síðustu árum.

23/7 2002

Í kvöld kl 20:00 hélt Björg Jónsdóttir til Póllands í slipp og endnýjun á stýri og skrúfu, áætlað er að verkið taki u.þ.b 30 daga, 0g siglingin fram og til baka 11 sólarhringa.

20/7 2002

Björg Jónsdóttir kom í dag til Húsavíkur eftir  48 daga úthald á síld og loðnu, og hefur nú á sumar loðnuni fiskað 5.716 tonn að verðmæti 43.742.000 kr. Samtals frá áramótum hefur skipið fiskað af loðnu, síld og rækju 28.334 tonn að verðmæti 26l.0l5.052 kr.

8/5. 2002

Í dag landaði Björg Jónsdóttir 23.080 kgr. af rækju á Húsavík, en skipið hefur stundað rækjuveiðar frá l6. apríl og varð rækjuaflinn 44.227 kgr. Verðmæti aflans var 4.986.779 kr.

25/3 2002

Nú er loðnuveiðum á vetrarvertíð lokið, Björg Jónsdóttir kom til Húsavíkur 22 mars. Og hefur  fiskað 18.510 tonn á vertíðini, þar af 3.360 tonn í flotvörpu. Aflaverðmætið er 153.631.000 kr.

 

24. jan.  2002

SR-Mjöl hf. kaupir hlut í Langanesi hf.

Þriðjudaginn 22. janúar 2002 voru undirritaðir samningar við hluthafa Langanes h.f. um kaup SR-Mjöls hf.
á hlutum í félaginu. Samhliða þessum kaupum var hlutafé í Langanesi hf. aukið og keypti SR-Mjöl hf. þá
aukiningu alla. Með þessum viðskipum eignast SR-Mjöl h.f. 37% hlut í Langanesi h.f.
Rekstur félagsins verður áfram á Húsavík og skip félagsins gerð þaðan út áfram.
Samhliða þessum kaupum var gerður löndunarsamningur milli Langanes h.f. og SR-Mjöls h.f.

Á hluthafafundi, sem haldinn var í framhaldi af undirritun þessara samninga var félaginu kosin ný stjórn og
voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins.

stjórnarformaður: Bergþór Bjarnason, Reykjavík
meðstjórnandi: Aðalgeir Bjarnason, Húsavík
meðstjórnandi: Heimir Haraldsson, Reykjavík

varastjórn: Sigurður Bjarnason, Hafnarfirði
varastjórn Þórður Jónsson, Siglufirði

framkvæmdastjóri verður áfram Bjarni Aðalgeirsson, Húsavík og skrifstofa félagsins verður áfram að Skólagarði 6,
Húsavík.

31.des. 2001

Aflatölur skipa Langanes hf. árið 200l.

Björg Jónsdóttir 25.924.405 kgr. loðna og síld að verðmæti l88.6 millj. króna.

Sigurður Jakobsson 683.ll0 kgr. rækja að verðmæti 69.4 millj. króna.

Samtals: 26.607.5l5 kgr. að verðmæti 258.o millj.króna og hefur aflaverðmætið aukist um l6.7% frá árinu 2000.

 

28. des. 2001

Viðurkenning Verkalýðsfélags Húsavíkur Hinn 27. desember síðastliðinn veitti Verkalýðsfélag Húsavíkur Langanesi hf. og Geira Péturs ehf. viðurkenningu fyrir þátt þeirra í atvinnuuppbyggingu á Húsavík og góð samskipti til margra ára.

Viðurkenning Langanes er eftirfarandi:

Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur ákveðið að heiðra Útgerðafélagið Langanes hf. fyrir langa og farsæla útgerð og fyrir framlag þeirra til atvinnuuppbyggingar á Húsavík. Þá vill félagið með þessari viðurkenningu þakka Útgerðarfélaginu Langanes hf. fyrir góð samskipti sem byggt hafa á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Í tilefni af þessari viðurkenningu var forsvarsmönnum þessara útgerða boðið til kaffisamsætis í Húsi Verkalýðsfélags Húsavíkur.