Fréttir |
23. febrúar
Loðnuvertíðin í fullum gangi
Björg Jónsdóttir landar á morgun á
Norðfirði 380 tonnum af frystri loðnu fyrir Japansmarkað
og c.a 500 tonnum í bræðslu. Björgin landaði
í Hafnarfirði fyrir viku 380 tonnum af frosnu fyrir
Japansmarkað og 623 tonnum í bræðslu í
Helguvík.
Bjarni Sveinsson landaði í gærkvöld á
Seyðisfirði 930 tonnum í bræðslu og er
á leið á miðin. Bjarni er búin að
landa fjórum túrum í febrúar.
|
4. febrúar
Aflafréttir
Bjarni Sveinsson landaði í gær á Seyðisfirði
1050 tonnum í bræðslu og skipti um nót
á Norðfirði í morgun, Bjarni er búin
að landa tæpum 4000 tonnum frá áramótum.
Björg Jónsdóttir landaði 425 tonnum í
bræðslu á Norðfirði í gær
og tók snurpuvír um borð, Björg er búin
að frysta um 1150 tonn og landa 2250 tonnum í bræðslu
frá áramótum
|
26.
nóvember
Þakkir
Útgerðarfélagið Langanes hf. þakkar öllum þeim fjölmörgu sem heiðruðu
heimkomu m/b. Bjargar Jónsdóttur Þ.H. 321 til heimahafnar á Húsavík
fimmtudaginn 25. nóvember 2004 með heimsóknum, gjöfum og góðum
óskum. Guð blessi ykkur öll.
f.h. eigenda og áhafnar Bjarni Aðalgeirsson framkv.stjóri. |
Miðvikudagur
24. nóvember.
Heimsigling
Heimsigling Bjargar Jónsdóttur frá Póllandi
gengur vel þrátt fyrir leiðinda veður og
segja skipverjar skipið koma vel út. Skipið á
eftir nokkurra tíma siglingu að Langanesi og verður
þar um kl. 21:00 í kvöld, miðvikudag og
verður í heimahöfn á Húsavík
í hádeginu fimmtudaginn 25. nóvember.
Kl. 15:00 sama dag verður fólki boðið að
skoða skipið. |
20.
nóvember
Á heimleið
Breytingum á Björgu Jónsdóttur ÞH-321
er nú lokið í Póllandi þar sem
skipt hefur verið um aðalvél, brú og togspil
skipsins. Við prófun reyndist ganghraði 15 sjómílur.
Björgin lagði á stað frá Gdynia í
Póllandi kl. 18:00 síðdegis og er áætlað
að siglingin taki um 5 sólahringa þ.a. skipið
er væntanlegt til Húsavíkur n.k. fimmtudag.
|
9.
nóvember 2004
Björgin að verða klár
Nú er farið að sjá fyrir endann á
þeim breytingum sem standa yfir á nýrri Björgu
Jónsdóttur í Póllandi. Tvær
nýjar myndir má nálgast hér að
neðan.
Mynd 1 Mynd
2
|
20.
október

Enn fleiri myndir
|
10.
október
Hér koma nýjar myndir sem teknar voru 8. október.
Myndasíða |
17.
september
Sjósetning
Björg Jónsdóttir sjósett. Björg
Jónsdóttir ÞH 321 var sjósett
miðvikudaginn 15. september eftir viðamiklar endurbætur.
Hjál. myndir sýna skipið við sjósetningu.
Í tönkum í framskipi eru um 300 tonn af vatni
en
allir tankar í afturskipi eru tómir. Síðasta
myndin er af nýkeyptu skipi
Samherja sem komið er til Póllands. Áætluð
verklok Bjargar Jónsdóttur er 6. október
n.k.
Mynd 1 Mynd
2 Mynd 3 Mynd
4 Mynd 5
Mynd 6 Mynd
7 Mynd 8 Mynd
9 Mynd 10 |
17.
ágúst
Bjarni Sveinsson!
Skipt hefur verið um um nafn á m/b. Björgu Jónsdóttur
Þ.H. 321- skipaskrá 1508.
Skipið hefur fengið nafnið Bjarni Sveinsson Þ.H.
322. Skip félagsins Birkiland, sem
keypt var í Noregi s.l. vetur og er nú í
breytingum í Póllandi hefur fengið nafnið
Björg Jónsdóttir Þ.H. 321 - skipaskrá
2618. |
6. ágúst
Brúin komin á nýja skipið. Skoða
mynd. |
2. ágúst
2004
Myndir frá Póllandi |
14.
apríl 2004
Sigurður Jakobsson seldur
Í dag miðvikudaginn 14. apríl var Sigurður
Jakobsson ÞH 320 afhentur nýjum eiganda Aflorku ehf.
Blómvallagötu 13 í Reykjavík. Skipið
var afhent í höfn á Siglufirði þar
sem það hefur legið undanfarið.
Saga þessa skips er nokkuð löng hjá Langanesi
hf. og voru kaup þess á sínum tíma
orsakavaldur þess að Langanes hóf að nokkru
marki útgerð á uppsjávarveiðiskipi.
Það var árið 1987 sem Langanes h.f. og Fiskiðjusamlag
Húsavíkur hf. stofnuðu Útgerðarfélagið
Brík hf. og keyptu m/b. Ljósfrara RE. Skipið
fékk nafnið Galti ÞH 320 og var gert út
á rækjuveiðar og loðnuveiðar. Árið
1988 keypti Langanes h.f. hlut
Fiskiðjusamlagsins í Brík h.f. og sameinaði
síðan Brík hf. Langanesi h.f. Þá
fékk skipið nafnið Björg Jónsdóttir
Þ.H. 32l og bar það nafn til ársins 1992
að skipið fékk nafnið Björg Jónsdóttir
II. þ.H. 320 og bar það nafn til ársins
1996 að skipið var selt Siglfirðingi ehf. á
Siglufirði. Í byrjun árs 2000 keypti Langanes
hf. skipið aftur af Siglfirðingi ehf. og fékk þá
skipið nafnið Sigurður Jakobsson ÞH.320 og hefur
borið það nafn síðan. Skipið hefur
lengst af verið gert út til rækju- og loðnuveiða
þann tíma sem Langanes hefur átt það,
árið 2002 - 2003 var skipið í leigu
hjá Sæsilfri í Neskaupstað. |
9.
mars 2004.
Í dag þriðjudaginn 9. mars tók Langanes
hf. við hinu nýja skipi sínu Birkeland frá
Storebö í Noregi. Það voru þeir Bjarni
Aðalgeirsson framkv.stjóri og Bergþór
Bjarnason stjórnarform. félagsins sem tóku
við skipinu fyrir hönd Langanes hf. frá fyrri
eigendum í Bergen í Noregi. |
5.
mars
Vélar keyptar í nýja skipið
Sjá
frétt á skip.is |
16.
febrúar
Útgerðarstjóri
Á stjórnarfundi í Langanesi hf. hinn 12.
febrúar s.l. var samþykkt að ráða
Bergþór Bjarnason sem útgerðarstjóra
hjá félaginu.
Bergþór lærði netagerð hjá Netagerð
Höfða hf. á Húsavík og lauk sveinsprófi
í netagerð árið l992 og meistaraprófi
árið l993. Haustið l996 hóf hann nám
við Stýrimannaskólann í Reykjavík
og útskrifaðist þaðan úr 2. stigi
vorið l998.
Í janúar árið 200l hóf Bergþór
nám við Tækniháskóla Íslands
og útskrifasðist þaðan sem Rekstrarfræðingur
í janúar 2003.
Bergþór hefur starfað við netagerð bæði
hjá Netagerð Höfða hf. á Húsavík
og Hampiðunni h.f. í Reykjavík. Bergþór
stundaði sjómennsku á skipi félagsins
frá árinu l986 – l989, og frá janúar
2003 hefur hann verið stýrimaður á Björgu
Jónsdóttur, auk þess að sjá um
veiðarfæramál félagsins. Frá janúar
2002 hefur Bergþór verið stjórnarformaður
Langanes hf. Bergþór er fæddur 11. 08.1970.
|
5.
febrúar 2004
Langanes kaupir nóta- og flotvörpuskip frá
Noregi
S.l. þriðjudag undirritaði útgerðarfélagið
Langanes hf. á Húsvík kaupsamning við
Br. Birkeland Fiskebatrederi AS í Noregi, vegna kaupa á
nóta og flotvörpuskipinu M/V Birkeland frá
Bergen.
Skipið er 70,67 metra langt og 12 metra breitt smíðað
í Flekkefjord
í Noregi árið 1975. Í skipinu er frysti-
og flökunarbúnaður fyrir uppsjávarfisk
sem afkastar 70-80 tonnum af frystum afurðum á sólarhring
og er búnaðurinn að miklu leiti nýr frá
árunum 1999-2002. Skipið ber um 900 tonn í 6
RSW tönkum og 400 tonn af frystum afurðum. Aðalvél
skipsins er af gerðinni Wichman og er 2500 hp. Stefnt er að
því að skipið fari í töluverðar
breytingar áður en Langanes h.f. tekur það
í notkun.
Kaupverð skipsins er trúnaðarmál milli
kaupanda og seljanda.
Í framhaldi af þessum kaupum mun núverandi
uppsjávarskip félagsins m/b. Björg Jónsdóttir
Þ.H. 321 verða sett á söluskrá. |
|