Tenglar

   
 
   
 
Saga  

Langanes h.f. var stofnað 22. september árið l975 af þeim Árna Helgasyni, Bjarna Aðalgeirssyni, Sigurði Jónssyni, Þórunni Þorsteinsdóttur og Skálavík hf,

Öll til heimils á Þórshöfn. Tilgangur félagsins var að kaupa og gera út fiskiskip. Keyptur var nýr l00 lesta stálbátur frá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., sem gefið var nafnið Langanes Þ.H. 32l.

Árið l978 seldi félagið bátinn til Grundarfjarðar í skiptum fyrir 76 lesta eikarbát og var sá bátur einnig nefndur Langanes Þ.H. 32l.

Árið l979 keypti Bjarni Aðalgeirsson og fjölskylda hluti annarra eigenda í félaginu og hinn l7. september l979 var starfsemi félagsins flutt til Húsavíkur. Þá var skipt um nafn á bátnum og nefndur Björg Jónsdóttir Þ.H. 32l.

Félagið hefur síðan starfað á Húsavík. Fyrstu árin á Húsavík var starfsemin einkum fólgin í veiðum á bolfiski og rækju, en árið l987 keypti félagið Ljósfara RE, sem er 273 tonna stálbátur, að hálfu á móti Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Stofnað var hlutafélagið Brík um þá útgerð og báturinn nefndur Galti Þ.H. 320. Árið l988 keypti Langanes h.f. hlut Fiskiðjusamlags Húsavíkur í Brík hf. og var það félag síðan sameinað Langanesi hf. og nafni skipsins breytt og það nefnt Björg Jónsdóttir Þ.H. 32l. Frá þessum tíma hefur starfsemin einkum verið fólgin í veiðum á uppsjávarfiski og rækju. Á árunum l99l-l996 gerði félagið út tvö skip Björgu Jónsdóttur Þ.H. 32l og Björgu Jónsdóttur II. Þ.H. 320. Árið l996 voru bæði þessi skip seld og keyptur togarinn Höfðavík frá Akranesi og því skipi breytt í fjölveiðiskip fyrir uppsjávarveiðar og togveiðar. Árið l998 var skipið síðan lengt og endurbætt á ýmsan hátt, var það verk unnið í Póllandi. Í byrjun árs 2000 keypti félagið Siglu SI, sem er 273 nt. stálskip og var það nefnt Sigurður Jakobsson Þ.H. 320. Í dag er félagið því með í rekstri tvö skip Björgu Jónsdóttur Þ.H. 32l og Sigurð Jakobsson Þ.H. 320 og eru þau gerð út á uppsjávarveiðar og rækju.

Fyrsti skipstjóri hjá félaginu var Árni Helgason á Þórshöfn. Þeir starfsmenn sem lengst hafa starfað hjá félaginu eru Bjarni Aðalgeirsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri frá upphafi, Guðjón Björnsson, sem hóf störf sem skipstjóri hjá félaginu árið l979 og starfaði síðan einnig við útgerðina í landi til ársins l989 og Aðalgeir Bjarnason sem verið hefur skipstjóri hjá félaginu samfellt frá árinu l983.

22. janúar 2002 keypti SR-mjöl, sem síðar sameinaðist Síldarvinnslunni, hlut í Langanesi. Í kjölfar þess var stjórn skipuð:

stjórnarformaður: Bergþór Bjarnason, Reykjavík
meðstjórnandi: Aðalgeir Bjarnason, Húsavík
meðstjórnandi: Heimir Haraldsson, Reykjavík

varastjórn: Sigurður Bjarnason, Hafnarfirði
varastjórn Þórður Jónsson, Siglufirði

framkvæmdastjóri verður áfram Bjarni Aðalgeirsson, Húsavík og skrifstofa félagsins verður áfram að Skólagarði 6,
Húsavík.

 
   

Myndir